Náttúruverndarnefnd

2938. fundur 13. desember 2001

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
18. fundur
13.12.2001 kl. 15:00 - 16:45
Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi/Akureyri


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Jón Ingi Cæsarsson formaður
Björn Snæbjörnsson
Sunna Borg
Sólveig Gunnarsdóttir
Ármann Jóhannesson
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason fundarritari
Jón Birgir Gunnlaugsson


1 Hverfisnefndir
2001110052
Umræður um framkvæmd verksins "Hverfisnefndir" í Staðardagskrá 21 fyrir Akureyri.
Ákveðið að á næsta fundi verði afgreidd tillaga um hverfisnefndir í bænum.


2 Gallup - könnun 2001
2001120056
Kynnt skýrsla frá Gallup um svör úr "Akureyrarvagni" við tveimur spurningum um umhverfi og útivistarsvæði á Akureyri. Í henni kemur m.a. fram að 89% íbúa eru ánægðir með umhverfið í bænum og 53% koma á útivistarsvæði bæjarins mánaðarlega eða oftar.


3 Hreinsunar- og fegrunarátak 2002
2001120067
Rætt um fyrirhugað hreinsunar- og fegrunarátak í tilefni af 140 ára afmæli bæjarins.
Nefndin lýsti sérstakri ánægju með hið fyrirhugaða átak og mun eftir föngum stuðla að framgangi þess.


4 Gamla Gróðrarstöðin og Náttúrugripasafnið
2001050114
Rætt um nýtingu Gróðrarstöðvarinnar og skipulag svæðisins á Krókeyri sem heildstætt safnasvæði á sviði minja-, atvinnuvega- og ræktunarsögu auk náttúrugripasafns í framhaldi umræðna á fundi náttúruverndarnefndar 27. september sl.
Nefndin telur að við framhald málsins eigi að ganga út frá minnispunktum formanns náttúruverndarnefndar, dags. 20. september 2001, sem var lagt fram á fundi nefndarinnar
27. september 2001.


5 Göngu- og hjólreiðastígar - endurskoðun 2002
2001120068
Stutt kynning á markmiðum í aðalskipulagi, Staðardagskrá 21 og drögum að fjölskyldustefnu varðandi göngu- og hjólreiðastíga í bænum og nefnd nokkur brýn verkefni þar að lútandi.

Fundi slitið.