Náttúruverndarnefnd

2232. fundur 17. ágúst 2000

Náttúruverndarnefnd 17. ágúst 2000.
2. fundur.


Ár 2000, fimmtudaginn 17. ágúst kl. 15.00 var fundur náttúruverndarnefndar haldinn í Gróðrarstöðinni við Krókeyri.
Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Anna Björg Björnsdóttir, Björn Snæbjörnsson, Friðrik Sigþórsson, Jón Ingi Cæsarsson og Sunna Borg. Einnig voru mættir eftirtaldir starfsmenn Akureyrarbæjar: Guðmundur Sigvaldason og Tryggvi Marinósson.

Þetta gerðist:

1. Kosning fundaritara.
  Formaður lýsti eftir tillögum um ritara nefndarinnar. Tillaga kom fram um Björn Snæbjörnsson og var hún samþykkt.

2. Erindi frá Náttúruvernd ríkisins.
  Borist hefur erindi frá Náttúruvernd ríkisins dags. 31. júlí s.l. undirritað af Stefáni Benediktssyni, þar sem boðað er til árlegs fundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga. Fundurinn verður haldinn á Höfn í Hornafirði dagana 22. og 23. september n.k.
  Nefndin samþykkir að senda tvo fulltrúa á fundinn eins og verið hefur undanfarin ár, þ.e. nefndarmann og starfsmann.
  3. Erindi frá Náttúruvernd ríkisins (málsnúmer 2000050052)
   Lagt fram til kynningar erindi frá Náttúruvernd ríkisins um ný ákvæði um efnistöku, sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar.
   Nefndin felur umhverfisstjóra að senda erindið áfram til þeirra aðila sem stunda efnistöku í bæjarlandinu.

  4. Nations in Bloom.
   Nations in Bloom er alþjóðleg samkeppni sem beinist að stjórnun umhverfismála.
   Á síðasta fundi nefndarinnar var verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 falið að gera nefndinni frekari grein fyrir þáttökuskilyrðum og kostnaði. Lögð var fram greinargerð um verkefnið.
   Náttúruverndarnefnd leggur til að Akureyrarbær taki þátt í samkeppninni og felur verkefnisstjóra að hafa samráð við bæjarstjóra um þátttökutilkynningu enda verði bæjarstjóri ábyrgðarmaður verkefnisins.
   Greinargerðin fylgir með fundargerðinni.

  5. Vistvernd í verki. (másnúmer 2000050045)
   Erindi Landverndar um verkefnið "Vistvernd í verki", sem fjallað var um á síðasta fundi nefndarinnar. Verkefnisstjóri lagði fram greinargerð ásamt kostnaðaráætlun varðandi þátttökuna. Gert er ráð fyrir að verkefnið standi í 5 ár og kostnaður við það á ári verði um 330.000.
   Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við Landvernd um verkefnið og jafnframt felur nefndin verkefnisstjóra að leita eftir samstarfi við nágrannasveitarfélögin um þátttöku þeirra.
  6. Starfsáætlun Náttúruverndarnefndar.
   Umhverfisstjóri lagði fyrir nefndina starfsáætlun næsta árs. Starfsáætlunin innifelur leiðarljós, markmið, tillögur til bæjarráðs og rekstraráætlun.
   Nefndin felur umhverfisstjóra að fullvinna starfsáætlunina á grundvelli umræðna á fundinum.
   7. Önnur mál.
    Umræður um viðurkenningar vegna lóða einstaklinga og fyrirtækja.
    Nefndin ákvað að veita ekki viðurkenningar til einstaklinga að þessu sinni, en Sunnu Borg og umhverfisstjóra falið að kanna hvort ástæða sé til að veita einhverjum fyrirtækjum viðurkenningu.

   Fleira ekki gert.
   Fundi slitið kl. 17.00.
    Anna Björg Björnsdóttir Guðmundur Sigvaldason
    Björn Snæbjörnsson Tryggvi Marinósson
    Friðrik Sigþórsson
    Jón Ingi Cæsarsson
    Sunna Borg