Náttúruverndarnefnd

2233. fundur 26. október 2000

Náttúruverndarnefnd - Fundargerð
4. fundur
26.10.2000 kl. 15:00 - 16:30
Gróðrarstöðin


Nefndarmenn : Starfsmenn :
Sveinn Heiðar Jónsson
Sunna Borg
Friðrik Einar Sigþórsson
Björn Snæbjörnsson
Bjarni Reykjalín
Guðmundur Sigvaldason
Tryggvi Marinósson, fundarritari


1 Ráðstefna Sambands íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrá 21
2000090044
Ráðstefna haldin í Ólafsvík 12.- 13. október 2000.
Umhverfisstjóri fór yfir helstu málefni sem til umræðu voru á ráðstefnunni.
Umræður.2 Ólafsvíkuryfirlýsingin
2000100045
Erindi dags. 16. október 2000 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Á ráðstefnu íslenska Staðardagskrárverkefnisins í Ólafsvík 12.- 13. október s.l. var samþykkt sérstök yfirlýsing sem er áskorun til sveitarstjórna um að vinna að Staðardagskrá 21.
Nefndin fjallaði um Ólafsvíkuryfirlýsinguna, sem samþykkt var á ráðstefnunni. Gert er ráð fyrir að sveitarfélög geti orðið aðilar að yfirlýsingunni með undirritun hennar. Farið yfir efni yfirlýsingarinnar með tilliti til stöðu Akureyrar.
Nefndin samþykkir að fram fari frekari kynning á málinu áður en yfirlýsingin verður tekin til afgreiðslu í nefndinni.3 Náttúruverndaráætlun
2000070003
Erindi dags. 23. júní 2000 frá Náttúruvernd ríkisins varðandi gagnaöflun vegna náttúruverndaráætlunar.
Umhverfisstjóri kynnti nefndinni helstu atriði sem hafa þarf í huga við gerð náttúruverndaráætlunar, sem gera á í samvinnu við Náttúruvernd ríkisins samkvæmt náttúruverndarlögum.
Nefndin felur umhverfisstjóra að gera skrá yfir þau atriði sem hafa þarf í huga varðandi Akureyri og eiga viðræður við Náttúruvernd ríkisins um vinnslu áætlunarinnar.


4 Nations in Bloom
2000070041
Kynning á stöðu verkefnisins.
Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 gerði nefndinni grein fyrir stöðu undirbúnings vegna þátttöku bæjarins í samkeppninni Nations in Bloom.


5 Staðardagskrá 21
2000030023
Markmiðssetning vegna Staðardagskrár 21. Tillaga um afgreiðslu til bæjarráðs á seinni hluta markmiðssetningar vegna Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri.
Verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 fór yfir efnisþætti markmiða seinni hluta Staðardagskrár 21 fyrir Akureyri, sem kynnt voru á síðasta fundi nefndarinnar.
Nefndin er samþykk drögunum eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til bæjarráðs.


6 Önnur mál
Engin önnur mál.
          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl 16.30