Gámasvæði vegna sorpflokkunar. - Leyfi fyrir staðsetningu.

Málsnúmer SN100113

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Erindi ódagsett, móttekið 13. maí 2011 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. framkvæmdadeildar óskar eftir leyfi til að setja niður grenndargáma til sorpflokkunar á eftirtöldum stöðum á Akureyri:
1) Við Síðuskóla í stað áður samþykktra gáma við gæsluvöll við Bugðusíðu. Meðfylgjandi er samþykki húseiganda og skólastjóra Síðuskóla.
2) Gleráreyrar 1, á lóð Glerártorgs vestan dælustöðvar NO. Meðfylgjandi er samþykki Glerártorgs.

Meirihluti skipulagsnefnd heimilar þessa staðsetningu umbeðinna grenndargáma til sorpflokkunar til eins árs á grundvelli gr. 71.2 í byggingarreglugerð.

Auður Jónasdóttir (VG) situr hjá við lið 1. og óskar bókað: Ég hef áhyggjur af umferðaröryggi í kringum Síðuskóla og vil sjá meira samráð við hlutaðeigandi, t.d. foreldrafélag og hverfisnefnd.