Sjávargata - Hrísey - tímabundin afnot af lóð

Málsnúmer BN090163

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Erindi dagsett 28. apríl 2011 þar sem Bjarni Thorarensen óskar eftir að fá framlengt leyfi fyrir landskika þeim við Sjávargötu 2 er hann hefur haft til afnota síðastliðin 2 ár. Meðfylgjandi er lýsing á fyrirhuguðu tjaldi á landsskikanum.

Skipulagsnefnd samþykkir framlengingu leyfis fyrir landskika við Sjávargötu 2 til tveggja ára.

Sækja skal um stöðuleyfi til skipulagsstjóra fyrir tjaldinu til allt að eins árs í senn.