Goðanes 16 - lóðarumsókn

Málsnúmer BN080140

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 501. fundur - 17.07.2014

Þann 9. apríl 2008 úthlutaði skipulagsnefnd JES ehf., nú Goðanesi ehf., kt. 411206-1140, lóðinni Goðanesi 16. Fyrirtækið hefur ekki óskað eftir framlengingu á framkvæmdafresti, sem er liðinn.

Staðgengill skipulagsstjóra tilkynnir hér með að lóðin er fallin aftur til bæjarins og verður auglýst að nýju.

Jafnframt felur hann fjárreiðudeild að endurgreiða gatnagerðargjöldin.

Skipulagsnefnd - 193. fundur - 10.12.2014

Erindi dagsett 25. nóvember 2014 frá Sigurði Sigurðssyni þar sem hann f.h. Goðaness ehf., kt. 411206-1140, óskar eftir framlengingu á byggingarfresti í 9 mánuði vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóðinni.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn framkvæmdafrest á lóðinni. Ekki verða veittir frekari frestir á framkvæmdum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 554. fundur - 28.08.2015

Erindi dagsett 28. ágúst 2015 þar sem Haraldur Árnason f.h. Goðaness ehf., kt. 411206-1140, sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á lóð nr. 16 við Goðanes til 1. oktober 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.