Krossanes 4 - aflþynnuverksmiðja - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer BN080138

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 340. fundur - 16.03.2011

Erindi dagsett 4. mars 2011 þar sem Orri Árnason f.h. Becromal Properties ehf., kt. 660707-0850, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum. Meðfylgjandi eru teikningar og teikningaskrá eftir Orra Árnason.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 353. fundur - 22.06.2011

Erindi dagsett 16. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties, kt. 660707-0850, sækir um leyfi fyrir breytingum á skrifstofuhluta verksmiðjunnar að Krossanesi 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson dagsettar 10. júní 2011.

Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 356. fundur - 19.07.2011

Erindi dagsett 16. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties, kt. 660707-0850, sækir um leyfi fyrir breytingum á skrifstofuhluta verksmiðjunnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson. Innkomnar nýjar teikningar 6. júlí 2011.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 364. fundur - 14.09.2011

Erindi dagsett 13. september 2011 þar sem Böðvar Tómasson f.h. Becromal Properties, kt. 660707-0850, sækir um leyfi fyrir breytingum á brunahönnun verksmiðjunnar vegna breytinga á vatnsúðakerfi. Meðfylgjandi er uppfærð brunahönnunarskýrsla dagsett 9. september 2011 eftir Böðvar Tómasson, Eflu.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 463. fundur - 02.10.2013

Erindi dagsett 30. september 2013 þar sem Björgvin Smári Jónsson, AVH, f.h. Krossanes eigna ehf., kt. 660707-0850, áður Becromal Properties ehf., sækir um leyfi fyrir girðingu umhverfis verksmiðju Becromal, Krossanesi 4. Meðfylgjandi er uppfærð afstöðumynd sem sýnir girðinguna.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.