Laufásgata 4 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2025011221

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1001. fundur - 23.01.2025

Erindi dagsett 21. janúar 2025 þar sem Hafnasamlag Norðurlands sækir um stöðuleyfi fyrir allt að 15 smáhýsi á rútustæði við Oddeyrartanga.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Liður 1 úr fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa dagsettri 23. janúar 2025:

Erindi dagsett 21. janúar 2025 þar sem Hafnasamlag Norðurlands sækir um stöðuleyfi fyrir allt að 15 smáhýsi á rútustæði við Oddeyrartanga.

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Skipulagsráð tekur jákvætt í að veitt verði stöðuleyfi til samræmis við erindið enda samræmist það ákvæðum gildandi deiliskipulags fyrir lóðina og vísar málinu til byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1002. fundur - 30.01.2025

Erindi dagsett 21. janúar 2025 þar sem Hafnasamlag Norðurlands sækir um stöðuleyfi fyrir allt að 15 smáhýsi á rútustæði við Oddeyrartanga. Erindið fór fyrir skipulagsráð 29. janúar 2025 sem veitti jákvæða umsögn.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi fyrir 15 smáhýsi frá 1. maí - 30. september 2025.