Hlíðarvellir 1 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gámum

Málsnúmer 2025010938

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1000. fundur - 16.01.2025

Erindi dagsett 15. janúar 2025 þar sem Arnþór Tryggvason f.h. atNorth ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir fimm gámum undir skrifstofur á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Innkomin gögn eftir Arnþór Tryggvason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Erindi dagsett 15. janúar 2025 þar sem Arnþór Tryggvason f.h. atNorth ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir fimm gámum undir skrifstofur til eins árs á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Innkomin gögn eftir Arnþór Tryggvason.

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að veitt verði stöðuleyfi til samræmis við erindið til 1 árs og vísar málinu til byggingarfulltrúa.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 1002. fundur - 30.01.2025

Erindi dagsett 15. janúar 2025 þar sem Arnþór Tryggvason f.h. atNorth ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir fimm gámum undir skrifstofur á lóð nr. 1 við Hlíðarvelli. Erindið fór fyrir skipulagsráð 29. janúar 2025 sem veitti jákvæða umsögn.
Byggingarfulltrúi samþykkir stöðuleyfi til eins árs.