Breyting á deiliskipulagi Móahverfis - gróðurskipulag

Málsnúmer 2024120356

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins. Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Borgarbrautar - Vestursíðu þar sem gert er ráð fyrir stækkun jarðvegsmanar og nánari útfærslu á gróðri.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi verði samþykktar og jafnframt auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3555. fundur - 17.12.2024

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. desember 2024:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins. Jafnframt er lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Borgarbrautar - Vestursíðu þar sem gert er ráð fyrir stækkun jarðvegsmanar og nánari útfærslu á gróðri.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi verði samþykktar og jafnframt auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tók Hilda Jana Gísladóttir
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi með 11 samhljóða atkvæðum og að þær verði auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 176. fundur - 14.01.2025

Lögð fram til kynningar breyting á deiliskipulagi Móahverfis sem felst í nákvæmari útfærslu á uppbyggingu trjágróðurs í landi bæjarins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.


Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Þegar Móahverfi var skipulagt var ekki áhersla á aðskilnað hjólandi og gangandi umferðar, heldur var í þess stað gert ráð fyrir því að notast við 43. gr. umferðarlaga um undanþágur til hjóreiða á gönguleiðum í stað þess að leggja hjólastíga.

Þess vegna er mikilvægt að við útplöntun meðfram tengistígum í hverfinu verði þess gætt að gróðurinn skerði ekki yfirsýn hjólandi vegfarenda meir en hönnunarleiðbeiningar um öryggisfjarlægðir á hjólaleiðum segja til um.

Sjá kafla 7.4 um sjónlengdir í skjalinu: Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar 2019-12-19 (002).pdf.

Skipulagsráð - 440. fundur - 26.02.2025

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á gróðurskipulagi ásamt innkominni athugasemd frá íbúum við Jaðarsíðu og umsögn frá Minjastofnun. Er tillagan lögð fram með breytingum til að koma á móts við innkomnar athugasemdir íbúa og umsögn Minjastofnunar.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir vék af fundi undir þessum lið.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir íbúa og umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúa er falið að undirbúa svör við athugasemdum áður en málið fer í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3559. fundur - 04.03.2025

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. febrúar 2025:

Lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breytingu á gróðurskipulagi ásamt innkominni athugasemd frá íbúum við Jaðarsíðu og umsögn frá Minjastofnun. Er tillagan lögð fram með breytingum til að koma á móts við innkomnar athugasemdir íbúa og umsögn Minjastofnunar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis verði samþykkt með breytingum til að koma til móts við innkomnar athugasemdir íbúa og umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúa er falið að undirbúa svör við athugasemdum áður en málið fer í bæjarstjórn.

Andri Ieitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Móahverfis með breytingum sem hafa verið gerðar til að koma til móts við innkomnar athugasemdir og umsögn. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum.