Munum leiðina - fjólublái bekkurinn

Málsnúmer 2024110079

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1394. fundur - 13.11.2024

Tekið fyrir erindi frá Alzheimersamtökunum þar sem bent er á verkefnið "Fjólublái bekkurinn" sem er áminning um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna.
Velferðarráð tekur vel í að komið verði upp fjólubláum bekk í bænum sem áminningu um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna. Málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs til frekari vinnslu.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 176. fundur - 14.01.2025

Liður 5 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. nóvember 2024:

Tekið fyrir erindi frá Alzheimersamtökunum þar sem bent er á verkefnið "Fjólublái bekkurinn" sem er áminning um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna.

Velferðarráð tekur vel í að komið verði upp fjólubláum bekk í bænum sem áminningu um vitundarvakningu Alzheimersamtakanna. Málinu vísað áfram til umhverfis- og mannvirkjasviðs til frekari vinnslu.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að koma fyrir fjólubláum bekk og felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með að finna staðsetningu fyrir bekkinn.