Móahverfi - uppbygging

Málsnúmer 2024100516

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3865. fundur - 17.10.2024

Rætt um uppbyggingu Móahverfis.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3879. fundur - 06.02.2025

Umræða um framkvæmdir í Móahverfi.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista bar upp svofellda tillögu:

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi að ytri úttekt á allri framkvæmd við Móahverfi og verkferlum við stærri framkvæmdir og leggja fyrir bæjarráð lýsingu á verkbeiðni og kostnaðarmat fyrir lok febrúar.
Greidd voru atkvæði um tillögu Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur. Einn greiddi atkvæði með tillögunni, þrír greiddu atkvæði gegn tillögunni. Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Meirihluti bæjarráðs óskar bókað:

Meirihluti bæjarráðs telur ekki tímabært að hefja vinnu við úttekt á þessu stigi þar sem framkvæmdir eru enn í fullum gangi í Móahverfinu. Staðan verður endurmetin þegar fyrsta áfanga verður lokið.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Mikilvægt er að kjörnir fulltrúar og almenningur fái upplýsingar um uppbyggingu Móahverfis, þær áskoranir sem upp hafa komið, sem og þann viðbótarkostnað sem fallið hefur til. Það er að mínu mati hægt að gera hvort heldur sem er með innri eða ytri úttekt eða samantekt, hvort heldur sem er núna eða þegar fyrsta áfanga lýkur. Í þeirri úttekt eða samantekt, er mikilvægt að allir sem að málum hafa komið þ.m.t. Akureyrarbær, Norðurorka og einkaaðilar s.s. hönnuðir og verktakar, fái tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og koma með tillögur að því hvernig bæta mætti ferlið. Markmiðið er að allir sem að málum koma, við þessa umfangsmiklu uppbyggingu, fái tækifæri til þess að læra af reynslunni, þannig að sú þekking nýtist til framtíðar.