ÍBA - viðhalds- og búnaðaróskir og þarfir aðildarfélaga ÍBA

Málsnúmer 2024091032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 59. fundur - 25.09.2024

Samantekt ÍBA yfir viðhalds- og búnaðaróskir aðildarfélaga ÍBA lögð fram til umræðu vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2025.


Helga Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að snjóblásari verður keyptur úr búnaðarsjóði UMSA fyrir golfvallarsvæðið fyrir allt að kr. 5,5 milljónir.


Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur ákvörðun varðandi beiðni golfklúbbsins um styrk til búnaðarkaupa á traktor fyrir 16 milljónir í fjárhagsáætlunarvinnu ráðsins fyrir árið 2025.


Fræðslu- og lýðheilsuráð frestar afgreiðslu á beiðni Sundfélagsins Óðins og tekur ósk þeirra upp að nýju þegar nánari upplýsingar berast frá sundfélaginu.


Fræðslu- og lýðheilsuráð felur forstöðumanni íþróttamála að svara óskum UFA eins og þær rúmast innan reksturs æfinga- og keppnissvæðis félagsins.


Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að farið verði sem fyrst í viðhaldsvinnu við gólfið í íþróttasal Íþróttamiðstöðvarinnar í Hrísey. Fræðslu- og lýðheilsuráð mun hafa ósk barna um að komið verði upp sparkvelli í Hrísey til hliðsjónar við gerð framkvæmdaáætlunar til næstu ára.


Fræðslu- og lýðheilsuráð getur ekki orðið við beiðni Píludeildar Þórs.

Viðar Valdimarsson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu beiðnar frá Píludeild Þórs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 61. fundur - 23.10.2024

Tekinn fyrir að nýju hluti af samantekt ÍBA yfir viðhalds- og búnaðaróskir aðildarfélaga ÍBA vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2025. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 25. september sl.


Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að keyptur verði traktor til afnota fyrir golfvallarsvæðið fyrir allt að 16 milljónir, fjármagnaður úr búnaðarsjóði UMSA. Einnig er óskað eftir því við UMSA að kanna möguleika á öðrum hagkvæmari leiðum til að verða við erindinu.

Ungmennaráð - 56. fundur - 06.11.2024

Rætt var um samantekt frá ÍBA vegna yfirlits frá aðildarfélögum ÍBA um áætlaða framkvæmd og viðhaldsþörf þar sem óskað var eftir aðkomu Akureyrarbæjar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 62. fundur - 13.11.2024

Í framhaldi af nýjum gögnum og upplýsingum frá Sundfélaginu Óðni var tekið fyrir að nýju til umræðu hluti sundfélagsins í samantekt ÍBA yfir viðhalds- og búnaðaróskir aðildarfélaga ÍBA vegna vinnu við fjárhagsáætlun ráðsins fyrir árið 2025. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 25. september og 23. október sl.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður sundlauga Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til búnaðarkaupasjóðs UMSA fyrir árið 2025 og er forstöðumanni íþróttamála falið að fylgja málinu eftir.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 176. fundur - 14.01.2025

Lagt fram minnisblað dagsett 15. nóvember 2024 varðandi óskir frá aðildarfélögum ÍBA um endurnýjun og viðhald búnaðar í íþróttamannvirkjum Akureyrarbæjar. Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar nú eftir úr búnaðarsjóði UMSA:

1. Endurnýjun á skjá vegna tímatöku á sundmótum í Sundlaug Akureyrar.

2. Snjóblásara og traktor fyrir Golfklúbb Akureyrar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fjárveitingu vegna kaupa á snjóblásara fyrir Golfklúbb Akureyrar að upphæð kr. 6 milljónir og kaupa á skjá vegna tímatöku fyrir Sundlaug Akureyrar að upphæð kr. 3 milljónir auk uppsetningarkostnaðar af liðnum stofnbúnaður fyrir aðalsjóð í framkvæmdaáætlun ársins 2025.