Á fundi skipulagsráðs 14. ágúst sl. var samþykkt að gerð yrði breyting á deiliskipulagi Hjúkrunarheimilisins Hlíðar sem fólst í að stofnuð yrði ný 6.275,3 fm lóð utan um núverandi raðhús og bílastæði þar sunnan við.
Er nú lögð fram uppfærð tillaga að skiptingu lóðarinnar sem felur í sér að lóð utan um raðhús verður 2.873,6 fm að stærð og að lóð hjúkrunarheimilisins verði 15.006,6 fm. Bílastæði sunnan raðhúsa verði utan lóða.
Þá er einnig bætt við kvöð um stíg frá Álfabyggð og til suðurs auk þess sem lega stígs um lóð Norðurorku breytist lítillega.