Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra 2024

Málsnúmer 2024080245

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 56. fundur - 12.08.2024

Lögð var fram ný gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur sveitarfélagsins til foreldra samhliða nýjum kjarasamningi Einingar-Iðju og sveitarfélaga sem tók gildi 1. apríl 2024. Í þjónustusamningi við dagforeldra er kveðið á um að kjör þeirra breytist í samræmi við grunnlaunaflokk 121. Hækkun á honum nemur 5,313%. Sá kostnaðarauki hækkar niðurgreiðslu sveitarfélagsins til dagforeldra og gjöld foreldra um sama hlutfall.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. ágúst 2024:

Lögð var fram ný gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur sveitarfélagsins til foreldra samhliða nýjum kjarasamningi Einingar-Iðju og sveitarfélaga sem tók gildi 1. apríl 2024. Í þjónustusamningi við dagforeldra er kveðið á um að kjör þeirra breytist í samræmi við grunnlaunaflokk 121. Hækkun á honum nemur 5,313%. Sá kostnaðarauki hækkar niðurgreiðslu sveitarfélagsins til dagforeldra og gjöld foreldra um sama hlutfall.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.


Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 68. fundur - 26.02.2025

Lögð fram tillaga að gjaldskrá til samþykktar sem gildir frá 1. apríl 2025 þar sem gjöld og niðursgreiðslur til dagforeldra breytast í samræmi við breytingar á grunnlaunaflokki 121 hjá Einingu Iðju við sveitarfélög.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Eyrún Skúladóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingu á gjaldskrá.