Fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs

Málsnúmer 2024080242

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 56. fundur - 12.08.2024

Lögð var fram ný fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs sem kveður á um breytingu á fundartíma ráðsins um að fundað verði annan og fjórða miðvikudag í mánuði í stað mánudaga.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir haustið 2024 með þeirri undantekningu að halda fund mánudaginn 26. ágúst. Breytingin á sér stað frá og með 1.september 2024.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 64. fundur - 11.12.2024

Lögð var fram fundaáætlun fræðslu- og lýðheilsuráðs fyrir vorið 2025.


Áheyrnarfulltrúar: Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða fundaáætlun fyrir vorið 2025.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 66. fundur - 22.01.2025

Lagðar fram til kynningar hugmyndir um breytingar á fundafyrirkomulagi fræðslu- og lýðheilsuráðs, sem felast í því að annar fundur ráðsins í hverjum mánuði verður ætlaður skólamálum og hinn fundur ráðsins í hverjum mánuði öðrum málum s.s. lýðheilsu- og forvarnamál, tómstundamál og málefni íþrótta og hollrar hreyfingar.


Áheyrnarfulltrúar: Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Róar Björn Ottemo fulltrúi foreldra leikskólabarna, Inga Bára Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Elísabet Þórunn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara.