Holtahverfi - breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 2024070455

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 427. fundur - 10.07.2024

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðabyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.


Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. júlí 2024:

Lögð fram tillaga að lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðabyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að lýsingin verði samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga í kjölfarið.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2024 sbr. bókun í 1. lið fundargerðar bæjarstjórnar 18. júní sl.


Bæjarráð samþykkir lýsingu aðalskipulagsbreytingar sem varðar svæði fyrir íbúðarbyggð, merkt IB Svæði norðaustan Krossanesbrautar, og að hún verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem nær til hluta íbúðarsvæðis austan Krossanesbrautar, merkt ÍB18. Í breytingunni felst að á svæði við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili auk þjónustu fyrir eldri borgara ásamt íbúðum. Verður uppbyggingin í samræmi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.

Lýsing aðalskipulagsbreytingarinnar var í kynningu til 7. ágúst sl. og bárust umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 431. fundur - 25.09.2024

Kynningu aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna en tvær umsagnir bárust frá sveitarstjórn Hörgársveitar ásamt Eyjafjarðarsveit. Í breytingunni felst að á svæði við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili auk þjónustu fyrir eldri borgara ásamt íbúðum. Verður uppbyggingin í samræmi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Bæjarstjórn - 3550. fundur - 01.10.2024

Liður 4 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 25. september 2024:

Kynningu aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lokið og bárust engar athugasemdir við tillöguna en tvær umsagnir bárust frá sveitarstjórn Hörgársveitar ásamt Eyjafjarðarsveit. Í breytingunni felst að á svæði við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili auk þjónustu fyrir eldri borgara ásamt íbúðum. Verður uppbyggingin í samræmi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu og að hún verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 437. fundur - 15.01.2025

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar svæði norðaustan Krossanesbrautar lauk þann 19. desember 2024.Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna. Hvorki bárust umsagnir né athugasemdir á auglýsingatímanum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3556. fundur - 21.01.2025

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs 15. janúar 2025:

Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem varðar svæði norðaustan Krossanesbrautar lauk þann 19. desember 2024. Í breytingunni felst að á lóðum við Þursaholt verði heimilt að byggja hjúkrunarheimili og aðra þjónustu við eldri borgara, auk íbúða. Að heimilt verði að þróa svæðið í samhengi við hugmyndafræði um lífsgæðakjarna. Hvorki bárust umsagnir né athugasemdir á auglýsingatímanum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Halla Björk Reynisdóttir, Heimir Örn Árnason og Jón Hjaltason.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með 11 samhljóða atkvæðum.



Bæjarstjórn skorar á nýja ríkisstjórn að hefjast handa sem fyrst við byggingu hjúkrunarheimilis en nú eru tvær full skipulagðar lóðir tilbúnar fyrir starfsemina. Skrifað var undir samning 2019 um byggingu 80 hjúkrunarrýma og lítið sem ekkert gerst síðan þá.