Þingvallastræti 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024060552

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 970. fundur - 06.06.2024

Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Björn Sveinsson f.h. Sigurðar Halldórssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi í stað þess sem stendur á lóð nr. 36 við Þingvallastræti. Innkomin gögn eftir Björn Sveinsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Erindi dagsett 6. júní 2024 þar sem Björn Sveinsson f.h. Sigurðar Halldórssonar sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi í stað þess sem stendur á lóð nr. 36 við Þingvallastræti. Innkomin gögn eftir Björn Sveinsson.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Þingvallastrætis 34 og 38 ásamt Rauðumýri 9, 11 og 13. Skipulagsráð leggur til að sett verði sem skilyrði að gerðar verði hæðarmælingar á nánasta umhverfi lóðarinnar áður en framkvæmdir hefjast og að framvæmdaraðili verði að haga grundun hússins á þann veg að það hafi ekki áhrif á aðliggjandi lóðir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.