Holtahverfi við Miðholt - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 2024060172

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 425. fundur - 12.06.2024

Á 420. fundi skipulagsráðs þann 27. mars 2024 gerði skipulagsráð eftirfarandi bókun í kjölfarið á úthlutun lóðanna við Miðholt : Skipulagsráð samþykkir að veita lóðinni til umsækjanda og er skipulagsfulltrúa falið að hefja viðræður um skipulagsbreytingarnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagráði hefur nú borist lýsing á aðalskipulagsbreytingunni sem unnin er af Landslagi ehf.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að eftirfarandi verði bætt við:

- ákvæði sem varðar verslunar- og þjónustusvæði við Hlíðarbraut, merkt VÞ17, sem felur í sér að á þeim reit verði heimilt að vera með íbúðir á efri hæðum bygginga. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3548. fundur - 18.06.2024

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 12. júní 2024:

Á 420. fundi skipulagsráðs þann 27. mars 2024 gerði skipulagsráð eftirfarandi bókun í kjölfarið á úthlutun lóðanna við Miðholt : Skipulagsráð samþykkir að veita lóðinni til umsækjanda og er skipulagsfulltrúa falið að hefja viðræður um skipulagsbreytingarnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagráði hefur nú borist lýsing á aðalskipulagsbreytingunni sem unnin er af Landslagi ehf.

Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við lýsinguna með fyrirvara um lagfæringar í samræmi við umræður á fundinum. Skipulagsráð samþykkir jafnframt að eftirfarandi verði bætt við:

- ákvæði sem varðar verslunar- og þjónustusvæði við Hlíðarbraut, merkt VÞ17, sem felur í sér að á þeim reit verði heimilt að vera með íbúðir á efri hæðum bygginga. Ráðið leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Andri Teitsson kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum fyrirliggjandi skipulagslýsingu, með þeim breytingum sem lagðar voru til af skipulagsráði, og að lýsingin verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 428. fundur - 14.08.2024

Lögð fram að lokinni kynningu skipulagslýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 vegna Miðholts og Hlíðarbrautar 4. Athugasemdafrestur rann út 17. júlí 2024. Tuttugu athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Norðurorku og Skipulagsstofnun.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samvinnu við umsækjanda. Að mati ráðsins er nauðsynlegt að sjá nánari tillögu að útfærslu fyrirhugaðrar uppbyggingar áður en ákvörðun verður tekin um framhald málsins. Í þeirri tillögu þarf að gera grein fyrir hvernig koma má til móts við þær athugasemdir sem bárust við kynningu lýsingar.

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Lögð fram tillaga að uppbyggingu á lóðum við Miðholt. Athugasemdir og umsagnir sem bárust við lýsingu aðalskipulagsbreytingarinnar voru hafðar til hliðsjónar við útfærslu tillögunnar.
Skipulagsráð tekur jákvætt i fyrirliggjandi tillögu þar sem m.a. er komið til móts við athugasemdir varðandi aukna umferð um Miðholt með því að gera ráð fyrir að inn- og útkersla bílakjallara verði frá Langholti. Er samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að kynna drög að breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að á svæðinu megi fjölbýlishús vera þrjár hæðir í stað tveggja og að fjöldi íbúða geti verið á bilinu 40-60. Þá er gert ráð fyrir sambærilegri kvöð um trjágróður innan lóðar og er í deiliskipulagi Móahverfis. Til samræmis við lýsingu aðalskipulagsbreytingar er samþykkt að aðalskipulagsbreytingin nái einnig til lóðarinnar Hlíðarbraut 4 (merkt VÞ17) þar sem gert verður ráð fyrir heimild fyrir íbúðum á efri hæðum en verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við atkvæðagreiðslu.