Hvítbók í málefnum innflytjenda

Málsnúmer 2024051387

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3851. fundur - 30.05.2024

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 109/2024 - Hvítbók í málefnum innflytjenda.

Umsagnarfrestur er til og með 21. júní 2024.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna drög að umsögn um hvítbókina og leggja þau fyrir bæjarráð 13. júní 2024.

Bæjarráð - 3852. fundur - 13.06.2024

Lögð fram drög að umsögn Akureyrarbæjar um hvítbók í málefnum innflytjenda.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að ljúka við umsögnina og skila henni inn.