Blöndulína 3 - umsögn UMSA

Málsnúmer 2024040873

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 160. fundur - 23.04.2024

Lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.

https://skipulagsgatt.is/issues/2024/383

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála sátu fundinn undir þessum lið.
Um er að ræða gríðarlega mikla hagsmuni Akureyrarbæjar, enda ljóst að umrædd lína þrengir að því landlitla sveitarfélagi sem Akureyrarbær er, getur hindrað vöxt þess og er líkleg til að rýra gæði þeirrar byggðar sem fyrir er. Í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem um ræðir er nauðsynlegt að óháður erlendur aðili leggi mat á álit Landsnets að ekki sé hægt að leggja Blöndulína 3 í jörðu innan þéttbýlis Akureyrarbæjar. Ekki ætti að halda áfram með málið fyrr en sú ótvíræða niðurstaða liggur fyrir. Ef niðurstaðan verður sú að aðrar leiðir eru ekki færar, er nauðsynlegt að samið verði um að línan fari í jörðu eins fljótt og kostur er, án þess að Akureyrarbær beri umræddan kostnað og að sá samningur liggi fyrir áður en gerðar verði breytingar á skipulagi sveitarfélagsins. Þá vekur umhverifis- og mannvirkjaráð athygli á því að umrædd loftlína myndi rýra græna trefilinn umtalsvert.


Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að skila inn umsögn þess efnis í skipulagsgátt.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 176. fundur - 14.01.2025

Lögð fram drög að umsögn vegna lagningar Blöndulínu 3 í gegnum land Akureyrarbæjar frá norðri og að Rangárvöllum.

https://skipulagsgatt.is/issues/2024/383

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sátu fundinn undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Snæbjörn Sigurðarson B-lista á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir umhverfis- og mannvirkjaráð og var það samþykkt.


Út frá umhverfissjónarmiðum og framtíðarhagsmunum Akureyrarbæjar þá leggur umhverfis- og mannvirkjaráð til að háspennulögnin verði sett í jarðstreng í breytingartillögunni og felldur niður möguleikinn á loftlínu. Þá vekur umhverfis- og mannvirkjaráð athygli á því að umrædd loftlína myndi hafa neikvæð áhrif á íbúa og umhverfi. Gildandi skipulag þjónar þróunarmöguleikum Akureyrarbæjar betur.


Ólafur Kjartansson V-lista óskar bókað:

Vegna þess að viðurkennt mat óháðs aðila á tæknilegum aðstæðum í dreifikerfi raforku segir að rými sé fyrir jarðstreng í Blöndulínu eins og gildandi aðalskipulag segir til um er engin ástæða til að Akureyrarbær breyti skipulaginu eins og tillagan gerir ráð fyrir.

Þar með myndi Akureyrarbær losna við takmörkun á þróun byggðar og fjárhagslega áhættu sem myndi fylgja ef framlögð aðalskipulagstillaga næði fram að ganga.

Einnig yrðu íbúar næstu hverfa lausir við óþægindin af nábýli við 220 kV háspennulínu og mögulegri verðfellingu fasteigna sinna sem því nábýli mun líklega fylgja.

Tvísamþykktar ályktanir alþingis um jarðstrengi í stofnleiðum dreifikerfis raforku eru mjög skýrar hvað þetta varðar.