Bílastæði Krossanesborgum

Málsnúmer 2023050620

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 139. fundur - 16.05.2023

Lögð fram gögn varðandi framkvæmdir á bílastæði við Krossanesborgir.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í verkefnið og felur starfsmönnum að vinna málið áfram.

Ásamt Glerárdal eru Krossanesborgir sá fólkvangur sem við eigum og höfum skuldbundið okkur til að halda í sinni náttúrulegu mynd, enda viljum við njóta svæðisins þannig. Þær hugmyndir sem eru kynntar eru áhugaverðar en gæta þarf að því að enn er mikið verk að vinna í almennum frágangi innan svæðisins, þannig að verndun náttúru og umhverfis sé tryggð og auðvelt sé að fara um þá stíga sem hafa verið lagðir.