Ósk um viðauka vegna móttöku flóttabarna og annarra ÍSAT nemenda

Málsnúmer 2023040102

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 31. fundur - 08.05.2023

Ósk um viðauka til að mæta leik- og grunnskólum vegna endurmats á viðbótarþjónustu, móttöku flóttabarna og nemenda með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT) haustið 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.


Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 32. fundur - 15.05.2023

Ósk um viðauka til að mæta leik- og grunnskólum vegna móttöku flóttabarna og ÍSAT nemenda haustið 2023. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 31. fundi sínum sem haldinn var þann 8. maí síðastliðinn.


Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 43.210.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3810. fundur - 25.05.2023

Liður 2 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 15. maí 2023:

Ósk um viðauka til að mæta leik- og grunnskólum vegna móttöku flóttabarna og ÍSAT nemenda haustið 2023. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 31. fundi sínum sem haldinn var þann 8. maí síðastliðinn.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2023 að fjárhæð 43.210.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2023 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.