Hverfahleðslustöðvar á Akureyri

Málsnúmer 2023020298

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 134. fundur - 07.03.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 6. mars 2023 varðandi á áform um uppsetningu hverfahleðslustöðva á Akureyri.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð - 404. fundur - 14.06.2023

Akureyrarbær í samvinnu við Norðurorku hefur verið að undirbúa uppsetningu á hverfahleðslustöðvum á nokkrum völdum stöðum innan bæjarmarka. Þá hafa nokkur fyrirtæki sýnt áhuga á að setja upp hleðslustöðvar í miðbæ Akureyrar en ljóst er að þörfin fyrir hleðslustöðvar er sívaxandi. Er nú lögð fram tillaga að svæði fyrir hleðslustöðvar á bílastæði við Skipagötu.
Skipulagsráð samþykkir að heimila uppsetningu hraðhleðslustöðva á bílastæði norðan Gránufélagsgötu við Ráðhús Akureyrar.