SSNE - boð um þátttöku í Grænum skrefum SSNE

Málsnúmer 2023011433

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3796. fundur - 02.02.2023

Erindi dagsett 25. janúar 2023 frá SSNE þar sem Akureyrarbæ er boðin þátttaka í verkefninu Grænum skrefum.

Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið og sá sendi staðfestingarpóst á netfangið graenskref@ssne.is.

Svar óskast fyrir 24. febrúar nk.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.

Bæjarráð - 3797. fundur - 09.02.2023

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 2. febrúar 2023:

Erindi dagsett 25. janúar 2023 frá SSNE þar sem Akureyrarbæ er boðin þátttaka í verkefninu Grænum skrefum.

Hafi sveitarfélagið áhuga á að taka þátt er óskað eftir að skipaður sé tengiliður við verkefnið og sá sendi staðfestingarpóst á netfangið graenskref@ssne.is.

Svar óskast fyrir 24. febrúar nk.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fresta afgreiðslu til næsta fundar. Hilda Jana Gísladóttir situr hjá.


Albertína F. Elíasdóttir framkvæmdastjóri SSNE, Kristín Helga Schiöth verkefnastjóri hjá SSNE, Elva Gunnlaugsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Þá sátu Hulda Elma Eysteinsdóttir og Lára Halldóra Eiríksdóttir fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í verkefninu Grænum skrefum og tilnefnir forstöðumann umhverfis- og sorpmála, sem tengilið.