Biðlisti eftir þjónustukjarna fyrir fatlað fólk

Málsnúmer 2023011183

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1363. fundur - 25.01.2023

Lagt fram til kynningar minnsblað dagsett 23. janúar 2023 um stöðu á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk.

Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Staðan í þessum málaflokki er afar viðkvæm og mjög slæmt að ekki sé meiri fyrirsjáanleiki hvað varðar uppbyggingu á íbúðum Brynju hússjóðs, sem Akureyrarbær virðist reiða sig töluvert á til að koma til móts við þá sem eru í hvað brýnustu þörf.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 1. fundur - 07.02.2023

Guðrún Guðmundsdóttir starfandi þjónustustjóri kynnti stöðu á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk.

Sif Sigurðardóttir kom með eftirfarandi bókun frá Þroskahjálp:

Þroskahjálp á Norðurlandi eystra krefst svara frá Akureyrarbæ um stöðu biðlista, hvernig og hvenær verður unnt að koma þeim einstaklingum að sem bíða á biðlista eftir sértæku húsnæði. Einnig höfum við þungar áhyggjur af því að þjónusta við þessa einstakling verði skert þegar í búsetu verður komið, sérstaklega ef stefna bæjarins er að auka framboð á íbúðum í gegnum leigufélög á kostnað þess að byggja sérhæfða þjónustukjarna.