Hjúkrunarheimili - nýbygging

Málsnúmer 2023011165

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3795. fundur - 26.01.2023

Umræða um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Lögmannshlíð og stækkun þess frá því sem áður hafði verið samið um í samræmi við breytingar á skipulagi svæðisins.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að nýtt hjúkrunarheimili við Lögmannshlíð verði stækkað úr 60 rýmum í 80 rými í samræmi við breytingar á skipulagi svæðisins og óskar eftir því við heilbrigðisráðuneytið að gerður verði viðauki við fyrri samning um bygginguna til samræmis við stækkunina.

Bæjarráð - 3799. fundur - 23.02.2023

Lögð fram drög að viðaukasamningi við heilbrigðisráðuneytið vegna stækkunar nýs hjúkrunarheimilis við Lögmannshlíð á Akureyri í samræmi við bókun bæjarráðs frá 26. janúar sl. Einnig er lagt fram minnisblað Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna dagsett 13. febrúar með uppfærðu mati á heildarkostnaði og framkvæmdatíma vegna nýbyggingarinnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðaukasamninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.