Gleráreyrar 1 - umsókn um skilti

Málsnúmer 2023011081

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 395. fundur - 25.01.2023

Erindi Svövu Bjarkar Bragadóttur dagsett 19. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir nýju 22 m² skilti á útvegg við suðurinngang verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs.
Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim skilyrðum að lágmarks tímalengd auglýsingabirtingar verði ein mínúta til samræmis við samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar. Jafnframt samþykkir skipulagsráð að einungis verði birtar þær auglýsingar sem tengjast starfsemi lóðarinnar. Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 900. fundur - 26.01.2023

Erindi dagsett 19. janúar 2023 þar sem Svava Björk Bragadóttir fyrir hönd Eikar fasteignafélags hf. sækir um leyfi fyrir skilti á útvegg við suður inngang Glerártorgs. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Svövu Björk Bragadóttur.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið með þeim skilyrðum að lágmarks tímalengd auglýsingabirtingar verði ein mínúta til samræmis við samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarbæjar. Jafnframt að einungis verði birtar þær auglýsingar sem tengjast starfsemi lóðarinnar.