Samkomulag um sameiginlega ábyrgð - launagögn

Málsnúmer 2023010200

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3794. fundur - 12.01.2023

Kynnt samkomulag Akureyrarbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sameiginlega ábyrgð vegna afhendingar og vinnslu launagagna.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samkomulagið og felur bæjarstjóra að undirrita það.