Bjarkarlundur 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023010134

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Á árunum 2003 til 2008 var lóðinni Bjarkarlundi 2 úthlutað nokkrum sinnum en í öllum tilvikum var lóðinni skilað aftur til bæjarins. Undanfarin ár hefur lóðin ekki verið auglýst laus til úthlutunar.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa lóð nr. 2 við Bjarkarlund lausa til úthlutunar í samræmi við gildandi reglur um úthlutun lóða.

Skipulagsráð - 410. fundur - 11.10.2023

Á fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var samþykkt að auglýsa lóð nr. 2 við Bjarkarlund lausa til úthlutunar í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Lögð er fram tillaga um að lóðin verði auglýst með sömu úthlutunarskilmálum og hafa verið samþykktir fyrir lóðir í Holtahverfi norður og 2. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóð nr. 2. við Bjarkarlund verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

Bæjarráð - 3823. fundur - 19.10.2023

Liður 15 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. október 2023:

Á fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var samþykkt að auglýsa lóð nr. 2 við Bjarkarlund lausa til úthlutunar í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Lögð er fram tillaga um að lóðin verði auglýst með sömu úthlutunarskilmálum og hafa verið samþykktir fyrir lóðir í Holtahverfi norður og 2. áfanga Móahverfis.

Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóð nr. 2. við Bjarkarlund verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.
Bæjarráð samþykkir að lóð nr. 2 við Bjarkarlund verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við úthlutunarskilmála sem hafa verið samþykktir fyrir lóðir í Holtahverfi norður og 2. áfanga Móahverfis.

Bæjarráð - 3846. fundur - 24.04.2024

Lögð fram niðurstaða tilboðs í byggingarrétt lóðarinnar Bjarkarlundur 2.

Þrjú tilboð bárust og var Áskell Viðar Bjarnason með hæsta tilboðið. Til samræmis við ákvæði úthlutunarskilmála er lögð fram yfirlýsing Íslandsbanka sem ber með sér að umsækjandi geti staðið undir kostnaði vegna byggingarframkvæmda og kaupa á byggingarrétti.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð í byggingarrétt lóðarinnar Bjarkarlundur 2.