Stapasíða 18 - fyrirspurn varðandi stækkun bílgeymslu

Málsnúmer 2023010042

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 394. fundur - 10.01.2023

Erindi dagsett 2. janúar 2023 þar sem Margeir Örn Óskarsson leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun bílgeymslu sem nýtt yrði sem íbúðarhúsnæði. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Tungusíðu 21 og 23. Skipulagsráð tekur ekki afstöðu til nýtingar fyrirhugaðrar stækkunar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.