Vistorka - hagkvæmnimat fyrir líforkuver

Málsnúmer 2022120962

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3795. fundur - 26.01.2023

Lögð fram til kynningar lokaútgáfa frumhagkvæmnimats líforkuvers í Eyjafirði sem unnin var af SSNE og Vistorku og ráðgjöfum fyrir hönd sveitarfélaganna innan SSNE. Elías Pétursson verkefnastjóri hjá SSNE kynnti frumhagkvæmnimatið ásamt Kristínu Helgu Schiöth verkefnastjóra hjá SSNE og Kjartani Ingvarssyni lögfræðingi hjá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sat fundinn undir þessum lið og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn gegnum fjarfundarbúnað.

Þá sátu bæjarfulltrúarnir Hulda Elma Eysteinsdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Andri Teitsson fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir góða kynningu og felur bæjarstjóra að fylgja verkefninu eftir, en næstu skref eru að gera ítarlegri greiningu á rekstrarforsendum og mögulegu rekstrarfyrirkomulagi. Bæjarráð telur jafnframt mikilvægt að ríkið og sveitarfélögin komi sameiginlega að frekari skoðun og lýsir yfir vilja til þátttöku.