Lóðaframboð á Akureyri

Málsnúmer 2022110851

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Hilda Jana Gísladóttir S-lista vék af fundi kl. 11:38.

Erindi dagsett 15. nóvember 2022 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggis ehf. óskar eftir úthlutun lóðar í Móahverfi fyrir 100-200 íbúðir við fyrsta tækifæri. Rök fyrir beiðninni eru þau að 9-12 mánuði tekur að fullhanna vönduð fjölbýlishús og því sé æskilegt að lóðum verði úthlutað þó svo svæðið sé ekki byggingarhæft enn sem komið er.
Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista og Jón Hjaltason báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Viku þau af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við útfærslu útboðs- og úthlutunarskilmála fyrir Móahverfi með það að markmiði að hægt verði að auglýsa lóðir í fyrsta áfanga hverfisins í janúar 2023.