Oddeyrarbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110731

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Erindi dagsett 16. nóvember 2022 þar sem Jóhann Einar Jónsson f. h. Hvalaskoðunar Akureyri sækir um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar Oddeyarbótar 2 er hækkað úr 0,426 í 0,64 og að innan byggingarreits verði heimilt að reisa tveggja hæða byggingu með hámarks mænishæð 7,5 m. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 200 m² hús á einni hæð á lóðinni.

Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Í breytingunni verði gert ráð fyrir sambærilegum skilmálum á öllum þremur lóðum við Oddeyrarbót.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Erindi dagsett 16. nóvember 2022 þar sem Jóhann Einar Jónsson f. h. Hvalaskoðunar Akureyri sækir um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Breytingin felur í sér að nýtingarhlutfall lóðarinnar Oddeyrarbótar 2 er hækkað úr 0,426 í 0,64 og að innan byggingarreits verði heimilt að reisa tveggja hæða byggingu með hámarks mænishæð 7,5 m. Samkvæmt núgildandi deiliskipulagsskilmálum er heimilt að byggja allt að 200 m² hús á einni hæð á lóðinni.

Meðfylgjandi eru tillöguteikningar.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Í breytingunni verði gert ráð fyrir sambærilegum skilmálum á öllum þremur lóðum við Oddeyrarbót.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti og leggur til svofellda bókun:

Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að ákvæði í núgildandi deiliskipulagi um að drög að útliti húsa skuli lagðar fyrir skipulagsráð verði virt og beinir því til skipulagsráðs að hugað verði að léttu yfirbragði bygginga.

Til máls tók Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar skv. 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi erindi. Í breytingunni verði gert ráð fyrir sambærilegum skilmálum á öllum þremur lóðum við Oddeyrarbót. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að ákvæði í núgildandi deiliskipulagi um að drög að útliti húsa skuli lagðar fyrir skipulagsráð verði virt og beinir því til skipulagsráðs að hugað verði að léttu yfirbragði bygginga.

Skipulagsráð - 403. fundur - 24.05.2023

Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Jóhann Einar Jónsson f.h. Eldingar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Oddeyrarbót.

Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,64 í 0,96. Áður var búið að samþykkja að hækka nýtingarhlutfall úr 0,426 í 0,64 auk breytinga á hæð en sú breyting hefur ekki tekið gildi.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir og greinargerð.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.