Fræðslu- og lýðheilsuráð - heimsókn í íþróttamannvirki

Málsnúmer 2022110690

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 20. fundur - 21.11.2022

Sævar Pétursson framkvæmdarstjóri Knattspyrnufélags Akureyrar tók á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sagði frá starfsemi félagsins og sýndi ráðinu mannvirki þess.

Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Sævari kærlega fyrir kynninguna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 24. fundur - 30.01.2023

Reimar Helgason, Ragnar Níels Steinsson, Fjalar Úlfarsson og Nói Björnsson frá Íþróttafélaginu Þór tóku á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sögðu frá starfsemi félagsins, framtíðaráformum og sýndu ráðinu mannvirki þess.

Áheyrnarfulltrúi: Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Reimari, Ragnari, Fjalari og Nóa kærlega fyrir kynninguna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 43. fundur - 04.12.2023

Jón Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Skautafélags Akureyrar og Tryggvi Heimisson formaður Siglingaklúbbsins Nökkva tóku á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sögðu frá starfsemi félaganna og sýndu ráðinu viðkomandi mannvirki.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar þeim Jóni og Tryggva fyrir kynninguna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 50. fundur - 08.04.2024

Skoðunarferð um Sundlaug Akureyrar, Íþróttahúsið í Laugargötu og Rósenborg.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar og Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundamála tóku á móti hópnum og sýndu og sögðu frá starfseminni.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar þeim Elínu og Ölfu fyrir kynninguna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 63. fundur - 27.11.2024

Steindór Ragnarsson framkvæmdarstóri og Jón Heiðar Sigurðsson skrifstofustjóri Golfklúbbs Akureyrar tóku á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og sögðu frá starfsemi klúbbsins og sýndu ráðinu aðstöðu félagsins að Jaðri.


Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fulltrúum GA fyrir kynninguna.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 67. fundur - 12.02.2025

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður tók á móti fræðslu- og lýðheilsuráði og kynnti starfsemi og húsakynni Íþróttahallarinnar.

Áheyrnarfulltrúi: París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Ellert forstöðumanni íþróttamála fyrir góðar móttökur og kynningu á starfinu í Íþróttahöllinni.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 69. fundur - 12.03.2025

Dagbjartur Halldórsson formaður Hestamannafélagsins Léttis tók á móti ráðinu, sýndi aðstöðuna og kynnti starfsemi félagsins.


Áheyrnarfulltrúi: Bjarki Orrason fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar Dagbjarti Halldórssyni formanni Hestamannafélagsins Léttis fyrir góðar móttökur og kynningu á starfinu í Reiðhöllinni.