Samþætting þjónustu barna - 2022

Málsnúmer 2022110260

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 34. fundur - 04.01.2023

Helga Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri samþættingar þjónustu barna kynnti innleiðingu farsældarlaganna. Þankahríð með ungmennaráði hvernig hægt væri að standa sem best að innleiðingunni m.t.t. barna og ungmenna sem og að flétta viðfangsefnið við Stórþing ungmenna í febrúar. Ákveðið var að boða Helgu á annan fund þegar nær dregur stórþinginu fyrir frekari samvinnu.

Velferðarráð - 1366. fundur - 22.03.2023

Kynning á stöðu innleiðingar laga um farsæld barna.

Helga Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri innleiðingar og forstöðumaður skólaþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 29. fundur - 03.04.2023

Kynning á stöðu innleiðingar laga um farsæld barna.

Helga Vilhjálmsdóttir verkefnastjóri innleiðingar og forstöðumaður skólaþjónustu sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Pollý Rósa Brynjajólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Bæjarráð - 3810. fundur - 25.05.2023

Kynning á stöðu innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs, Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Helga Vilhjálmsdóttir forstöðumaður skólaþjónustu sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.