Erindi dagsett 15. desember 2022 þar sem Davíð Örn Benediktsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 5-7 við Álfaholt.
Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit um 2,5 m til norðurs og 4,5 m til suðurs auk hækkunar á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,6.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 23. nóvember sl. og var erindinu hafnað þar sem ekki lágu fyrir hugmyndir að útliti fyrirhugaðrar byggingar. Er umsóknin nú lögð fram að nýju ásamt útlitsteikningum og grunnmynd.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.