Hofsbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022100804

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 390. fundur - 26.10.2022

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar fyrir lóð nr. 2 við Hofsbót. Í breytingunni felst að svalir megi ná 1,6 m út fyrir byggingarreit, við bætist skyggni á jarðhæð auk þess sem nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 3,1 í 3,13.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.