Hulduholt 27 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2022100720

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 888. fundur - 03.11.2022

Erindi dagsett 19. október 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Sverris Bergssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Hulduholt. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ragnar Frey Guðmundsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda í skoðunarskýrslu.

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Lagt fram erindi Ingólfs. F. Guðmundssonar á Kollgátu, f.h. lóðarhafa Hulduholts 27, þar sem óskað er eftir leyfi til að B-rými hússins verði ekki talin til nýtingarhlutfalls. Um er að ræða útkragandi þakkanta efri hæðar og útkrögun efri hæðar yfir þá neðri. Í deiliskipulaginu kemur fram að heimilt er að útkragandi byggingarhlutar geti náð 1,5 m út fyrir byggingarreit.
Halla Björk Reynisdóttir L-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir ekki að undanskilja B-rými nýtingarhlutfalli lóðarinnar en samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir hækkað nýtingarhlutfall. Að mati skipulagsráðs er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og þar sem útkrögun B-rýma er ekki umfram 1,5 m er ekki talin þörf á grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. laganna.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 918. fundur - 01.06.2023

Erindi dagsett 19. október 2022 þar sem Ragnar Freyr Guðmundsson fyrir hönd Sverris Bergssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóð nr. 27 við Hulduholt. Innkomnar nýjar teikningar 23. maí 2023
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.