Rangárvellir - Hlíðarvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu jarðstrengs

Málsnúmer 2022091317

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 389. fundur - 12.10.2022

Erindi dagsett 28. september 2022 þar sem Jóhannes Björn Ófeigsson f.h. atNorth ehf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 33 kV jarðstrengs frá tengivirki Landsnets við Rangárvelli að byggingu atNorth við Hlíðarvelli 1. Meðfylgjandi eru greinargerð og skýringarmyndir.
Fyrirhuguð framkvæmd kallar á breytingu á deiliskipulagi Rangárvalla. Innan deiliskipulagsins er skilgreind kvöð fyrir lagnaleiðir jarðstrengs og er fyrirhuguð framkvæmd ekki í samræmi við hana. Á þeim forsendum er umsókn um framkvæmdaleyfi hafnað.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 392. fundur - 23.11.2022

Erindi dagsett 2. nóvember 2022 þar sem Jóhannes Björn Ófeigsson f.h. atNorth sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 33 kV strengs frá tengivirki Landsnets á Rangárvöllum að byggingum atNorth við Hlíðarvelli. Settir eru fram tveir möguleikar á legu strengsins sunnan Hlíðarfjallsvegar en umsækjandi óskar eftir að leið merkt A verði valin.

Meðfylgjandi eru greinargerð og yfirlitsmyndir auk minnisblaðs frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsett 18. nóvember 2022.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis með þeim skilmálum að farið verði eftir þeim atriðum sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og mannvirkjasviðs varðandi frágang að framkvæmdum loknum og bætur vegna trjágróðurs. Jafnframt skal umsækjandi gera ráð fyrir útivistarstíg ofan á lagnaleið. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óskar bókað að leitað verði alla leiða til að vernda skógrækt á þessu svæði og að strengurinn verði frekar lagður í lagnabelti í vegi inn á Rangárvelli.