Barnavernd - greiningar- og þjálfunarvistun, samstarfsverkefni

Málsnúmer 2022091073

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1356. fundur - 28.09.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 28. september 2022 og fleiri gögn vegna hugmyndar um að sækjast eftir samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneyti um greiningar- og þjálfunarvistun fyrir börn og foreldra þeirra.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður barnaverndar sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Hugmyndir að samstarfi við ríkið og nágrannasveitarfélög lagðar fram. Velferðaráð þakkar kynninguna og leggur áherslu á hversu brýnt og þarft verkefnið er og felur Halldóru Kristínu Hauksdóttur lögfræðingi velferðarsviðs og Vilborgu Þórarinsdóttur forstöðumanni barnaverndar að vinna málið áfram.