Samgöngumál 2022

Málsnúmer 2022090487

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3515. fundur - 20.09.2022

Umræður um samgöngumál.

Málshefjandi var Sunna Hlín Jóhannesdóttir.

Þá tók til máls Gunnar Már Gunnarsson og lagði fram svofellda tillögu:

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt geta flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands. Í slíkri vinnu mætti m.a. horfa til fjárhagslegra hvata eða annars konar þrýstings til þess að tryggja áreiðanleika veittrar þjónustu.

Í umræðum tóku einnig til máls Gunnar Líndal Sigurðsson og Hilda Jana Gísladóttir.

Hilda Jana Gísladóttir óskar bókað:

Bæjarstjórn ætti að ræða sérstaklega við þingmenn NA kjördæmis í kjördæmaviku um hvort og þá hvaða valmöguleikar eru fyrir hendi til þess að auka líkur á tryggu innanlandsflugi milli landshluta til framtíðar.

Þá tók til máls Lára Halldóra Eiríksdóttir.


Tillaga Gunnars Más Gunnarssonar var borin upp til atkvæða.

Bæjarstjórn Akureyrar skorar á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt geta flugsamgöngur innanlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flugstefnu Íslands. Í slíkri vinnu mætti m.a. horfa til fjárhagslegra hvata eða annars konar þrýstings til þess að tryggja áreiðanleika veittrar þjónustu.

Tillagan var samþykt með 11 samhljóða atkvæðum.