Ársreikningur Akureyrarbæjar 2021 - ábending frá EFS

Málsnúmer 2022061355

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3775. fundur - 14.07.2022

Erindi dagsett 22. júní 2022 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 uppfylli sveitarfélagið ekki lágmarksviðmið Eftirlitsnefndar. Einnig er bent á að frá og með ársbyrjun 2026 verði sveitarstjórnum óheimilt að víkja frá þessum skilyrðum og því er sveitarstjórnin hvött til að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná þessum lágmarksviðmiðum og hafa samband við EFS óski hún eftir upplýsingum eða leiðbeiningum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið sem er almenns eðlis þar sem ekki kemur skýrt fram hvar sveitarfélagið er ekki að ná viðmiðum Eftirlitsnefndar. Bæjarráð tekur undir markmiðin sem þó eru ekki aðeins verkefni sveitarfélagsins heldur ríkisvaldsins og leggur því áherslu á að ráðist verði í endurskoðun á tekjustofnum ríkis og sveitarfélaga.