Vottar Jehóva - umsókn um stöðuleyfi fyrir blaðastand

Málsnúmer 2022061139

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Erindi dagsett 21. júní 2022 þar sem Kjell Geelnard f.h. Safnaðar votta Jehóva sækir um leyfi til að setja upp blaðastand á göngustígnum milli Hofs og minnismerkis um fyrsta flug til Akureyrar. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Meirihluti skipulagsráðs hafnar erindinu. Ráðið telur ekki æskilegt að takmarka rými vegfarenda á fjölförnum göngustíg meðfram Strandgötu.


Jón Hjaltason F-lista greiddi atkvæði með erindinu.

Skipulagsráð - 408. fundur - 13.09.2023

Erindi dagsett 6. júní 2023 þar sem starfsnefnd Votta Jehóva á Akureyri sækir um stöðuleyfi fyrir tímaritastand við minnismerki um fyrsta flug til Akureyrar við Strandgötu.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.