Tilnefning þróunarleiðtoga bæjarráðs

Málsnúmer 2022060687

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3772. fundur - 16.06.2022

Tilnefning þróunarleiðtoga bæjarráðs skv. mannréttindastefnu sveitarfélagsins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur þróunarleiðtoga bæjarráðs.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:


Hlutverk þróunarleiðtoga er viðamikið og felur í sér mikla ábyrgð við að fylgja sérstaklega eftir lögbundnum verkefnum sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum og verkefnum mannréttindastefnu sveitarfélagsins. Þróunarleiðtogar eiga að vera málsvarar kynjasamþættingar og mannréttinda og tileinka sér innsýn og þekkingu á mannréttindum. Þeirra verkefni er m.a. að vinna að samþættingu mannréttindasjónarmiða í fjárhagsáætlun og stefnumótun, fylgja eftir funda- og fræðsluáætlun hvers árs og styðja starfsfólk í mannréttindastarfi. Þá ættu þróunarleiðtogar í samstarfi við formann bæjarráðs að leiða endurskoðun mannréttindastefnunnar. Vegna umfangs teljum við eðlilegt að greitt sé fyrir vinnu þróunarleiðtoga og er tillaga okkar að um sé að ræða 1% á mánuði og yrði bætt við reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Velferðarráð - 1353. fundur - 22.06.2022

Lögð fram mannréttindastefna Akureyrarbæjar en óskað er eftir að ráðin skipi þróunarleiðtoga skv. stefnunni.
Velferðarráð samþykkir Huldu Elmu Eysteinsdóttur formann velferðarráðs sem þróunarleiðtoga velferðarráðs fyrir mannréttindastefnu Akureyrarbæjar.

Skipulagsráð - 384. fundur - 06.07.2022

Lögð fram mannréttindastefna Akureyrarbæjar 2022-2023 þar sem meðal annars gert er ráð fyrir að ráð bæjarins skipi þróunarleiðtoga sem verði málsvarar kynjasamþættingar og mannréttinda og hafi innsýn og þekkingu á mannréttindum.
Skipulagsráð samþykkir með öllum atkvæðum að Helgi Sveinbjörn Jóhannsson verði tilnefndur sem þróunarleiðtogi ráðsins.


Umhverfis- og mannvirkjaráð - 122. fundur - 16.08.2022

Lögð fram mannréttindastefna Akureyrarbæjar 2022-2023 þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að ráð bæjarins skipi þróunarleiðtoga sem verði málsvarar kynjasamþættingar og mannréttinda og hafi innsýn og þekkingu á mannréttindum.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að Jón Hjaltason verði tilnefndur sem þróunarleiðtogi ráðsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 15. fundur - 05.09.2022

Lögð fram mannréttindarstefna Akureyrarbæjar 2022 til 2023 þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að ráð bæjarins skipi þróunarleiðtoga sem verða málsvarar kynjasamþættingar og mannréttinda og hafi innsýn og þekkingu á mannréttindum.
Fræðslu- og lýðheilsuráð skipar Heimi Örn Árnason þróunarleiðtoga ráðsins samkvæmt mannréttindarstefnu Akureyrarbæjar.