Stjórn Félags atvinnurekenda - áskorun til sveitarfélaga vegna fasteignaskatts

Málsnúmer 2022060071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3772. fundur - 16.06.2022

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 31. maí 2022 frá Ólafi Stephensen, f.h. Félags atvinnurekenda, þar sem skorað er á sveitarfélög landsins að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.
Vegna óvenju mikilla hækkana fasteignamats mun bæjarráð skoða alvarlega hvort lækka eigi álagningaprósentu bæði á atvinnu- og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.