Ákall kennara um menntun til sjálfbærni

Málsnúmer 2022051585

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3772. fundur - 16.06.2022

Lagt fram til kynningar erindi móttekið 27. maí 2022 frá Margréti Hugadóttur f.h. hóps kennara um allt land þar sem sveitarstjórnir eru hvattar til að setja menntun til sjálfbærni í forgang.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 10. fundur - 22.06.2022

Erindi frá hópi sérfræðinga þar sem m.a. leitast er við að tryggja að menntun til sjálfbærni sé til staðar í skólastefnu sveitarfélagsins.


Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og æskulýðsmála, Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla, Elías Gunnar Þorbjörnsson fulltrúi skólastjóra Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Snjólaug Jónína Brjánsdóttir fulltrúi leikskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar. Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðstjóra að vinna málið áfram.