Gleráreyrar 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar byggingarreits

Málsnúmer 2022051248

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 383. fundur - 15.06.2022

Erindi dagsett 20. maí 2022 þar sem Björn Guðbrandsson f.h. Eikar fasteignafélags hf. sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóð Gleráreyra 1. Fyrirhugað er að stækka byggingarreit til suðausturs um 10,5 - 85 m fyrir viðbyggingu á 1 - 2 hæðum fyrir verslun og þjónustu. Jafnframt lækkar bílastæðakrafa úr einu bílastæði per m² í eitt stæði per 40 m² þannig að bílastæðum fækkar úr 632 stæðum í 545 stæði. Nýtingarhlutfall eykst ekki. Meðfylgjandi er tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna þar sem breytingin varðar ekki aðra en lóðarhafa og Akureyrarbæ. Er afgreiðslan með fyrirvara um minniháttar lagfæringar á gögnum í samráði við skipulagsfulltrúa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.