Skógræktarfélag Eyfirðinga - ályktun varðandi tillögu Hamra um brunavarnir

Málsnúmer 2022051139

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3771. fundur - 25.05.2022

Lögð fram til kynningar ályktun Aðalfundar Skógræktarfélags Eyfirðinga frá 11. maí 2022 þar sem tekið er undir tillögu Hamra útilífsmiðstöðvar skáta um stofnun vinnuhóps um brunavarnir og flóttaleiðir í Kjarnaskógi sem tekin var fyrir í bæjarráði 12. maí sl.
Bæjarráð tekur undir mikilvægi þess að stofnaður verði vinnuhópur um brunavarnir og flóttaleiðir í Kjarnaskógi og vísar ályktuninni til umhverfis- og mannvirkjasviðs.