Knattspyrnufélag Akureyrar Lyftingadeild - beiðni um styrk vegna búnaðar og aðstöðu

Málsnúmer 2022050586

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 11. fundur - 30.06.2022

Erindi frá ÍBA fyrir hönd Lyftingadeildar Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem deildin óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna búnaðarkaupa og aðstöðumála félagsins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra að óska eftir frekari upplýsingum frá ÍBA um framtíðaráform Lyftingadeildar KA með tilliti til staðsetningar og barna- og unglingastarfs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 17. fundur - 03.10.2022

Tekið fyrir að nýju erindi frá ÍBA fyrir hönd Lyftingadeildar Knattspyrnufélags Akureyrar þar sem deildin óskar eftir stuðningi Akureyrarbæjar vegna búnaðarkaupa og aðstöðumála félagsins. Erindið var áður á dagskrá ráðsins 30. júní 2022.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnafulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson fulltrúi ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að styrkja Lyftingadeild Knattspyrnufélags Akureyrar að upphæð kr. 750.000 vegna búnaðarkaupa.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 27. fundur - 13.03.2023

Lagt fram erindi dagsett 10. mars 2023 frá Alex C. Orrasyni formanni lyftingadeildar KA þar sem óskað er eftir styrk vegna mótahalds deildarinnar á árinu 2023. Með erindinu fylgir umsögn stjórnar ÍBA.


Áheyrnarfulltrúi: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar fyrir erindið en getur ekki orðið við því.